HIN
FULLKOMNA GRILLSTEIK

Meistari Jón Örn Stefánsson sýnir okkur Bola á beini, steikina sem varð til í samvinnu Kjötkompanís og Bola. Ríflega 700 grömm af úrvals nautakjöti sem fengið hefur að hanga við kjöraðstæður í 60 daga. Eins og með Bola sjálfan tekur tíma að framleiða þessa steik og útkoman er að sama skapi þess virði að bíða eftir og gefa sér tíma til að njóta. Í myndbandinu sést hvernig Jón Örn gerir þetta og nánari upplýsingar um eldunina má svo sjá hér að neðan. Þá er næsta skref að sækja sér Bola á beini og Bola í kippu, kveikja upp í grillinu og gefa sér góðan tíma.

Kjöt,
kryddlögur
og sósa

BOLI Á BEINI

Þetta er hin fullkomna grillsteik. 700 gr. af rib-eye á beininu, þrír fingur á þykkt. Aðeins fyrsta flokks kjöt og fallega fitusprengt kom til greina og það fær að hanga við kjöraðstæður í 60 daga áður en það kemst í kjötborðið. Þú færð Bola á beini í Kjötkompaní.

GRILLSÓSA

 Í grillsósunni er Boli í grunninum og fær hann að skína vel í gegn með mildum en ákveðnum yfirtónum basils. Hún passar jafn vel með bökuðu kartöflunni og steikinni sjálfri og sumum þykir best að skera sér bita af steikinni og nota sósuna hreinlega sem ídýfu.

KRYDDLÖGUR

Kryddlögurinn er gerður samkvæmt leyniformúlu sem inniheldur meðal annars Bola, góðan skammt af pipar og svo timjan og rósmarín. Gott er að pensla steikina og leyfa henni að hvíla sig í kryddleginum í sirka tvo tíma áður en hún fer á funheitt grillið.

Svona grillum við

1.

Boli á beini er voldug steik, yfir 700 grömm af fyrsta flokks nautakjöti. Við stefnum að fallega grilluðu yfirborði og 52 gráða kjarnhita. Þess vegna er best að láta steikina hvíla sig við stofuhita góða stund en taka hana ekki beint úr kælinum á grillið. Hún er auðvitað pensluð með Bola kryddlegi fyrst.

2.

Grilli á að vera eins heitt og mögulegt er, helst nálægt 300 gráðum. Bola á beini er smellt á grindina og hann grillaður í um það bil mínútu á hvorri hlið við hæsta hita þar til hann er vel brúnaður og liturinn minnir á sambland af mahóní og íbenholti.

3.

Hitinn er lækkaður í sirka 100-150 gráður og steikin elduð áfram undir lokinu við óbeinan hita þar til kjarnhitinn er 52 gráður. Það kemur ekkert í staðinn fyrir kjöthitamæli til að staðfesta það, en þetta gæti tekið 12-15 mínútur. Þolinmæði er lykillinn hérna, það er ekki hægt að flýta ferlinu öðru vísi en að skemma steikina. Upplagt að gefa sér tíma fyrir einn kaldan Bola við grillið á þessum tímapunkti. Þegar 52 gráðurnar detta inn er Bola á beini vippað á bretti og eftir hæfilega hvíld sneiðir þú hann niður og stráir flögusalti yfir áður en þú deilir snilldinni með vinum eða fjölskyldu ásamt klassískri, bakaðri kartöflu.